Vefjagigtarnámskeið

Vefjagigtarnámskeið

Fræðsla fyrir vefjagigtargreinda og aðra sem glíma við langvinna verki í mars og apríl 2022

Fyrirlestrarnir fara fram gegnum ZOOM fjarfundabúnað.  Hver fyrirlestur verður aðgengilegur í viku.

Dagskrá:

1)  Vefjagigt og langvinnir verkir – flókinn vítahringur 

Þriðjudagur 1.mars kl. 19.30 – 21.30

Á þessum fyrirlestri er farið vítt og breitt yfir flókið vandamál.  Vefjagigt  er skoðuð í víðu samhengi  bæði með tilliti til orsakaþátta, einkenna og meðferðar.  Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari

2)  Lyfjameðferð fyrir fólk með vefjagigt og langvinna verki.

Þriðjudagur 8.mars kl. 19.30 – 21.30

Valur Helgi Kristinsson heilsugæslulæknir fjallar um algengustu lyf sem notuð eru í vefjagigtinni.  Virkni þeirra, kosti, galla og aukaverkanir. 

3) Langvarandi streita og kvíði

Virknistilling – að læra og virða ný mörk.  

Þriðjudagur 15.mars kl. 19.30 – 21.30

Valdís Eyja Pálsdóttir sálfræðingur cand. psych útskýrir á mannamáli streituviðbragðið og hvernig hugurinn getur bæði verið hjálplegur og fjandsamlegur þegar tekist er á við streitu.  Hún kemur einnig inná hvernig hugræn atferlismeðferð getur hjálpað í baráttunni við vefjagigtina.  Í seinni hluta fyrirlestrarins fjallar Valdís Eyja um virknistillingu og mikilvægi þess að þekkja sín mörk til að spara dýrmæta orku og koma í veg fyrir að ofgera sér („krassa“). 

4)  Taugakerfið, hugurinn og langvinnir verkir

Svefn og svefnbætandi ráð

Þriðjudagur 22.mars kl. 19.30 – 21.30

Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari fjallar um langvinna verki og flókið samspil margra þátta sem ráða því að verkir verða langvinnir.  Hvernig getum við tekist á við það?  Eftir hlé verður fjallað um svefn og svefnbætandi ráð önnur en lyfjameðferð og hugræna atferlismeðferð.  

5) Sjálfsmeðferð og sjálfsrækt, 

Hreyfing og þjálfun.

Þriðjudagur 29.mars kl. 19.30 – 21.30

 Eydís Valgarðsdóttir  fjallar um og gefur hugmyndir að ýmsum góðum ráðum sem lina og fyrirbyggja verki og hjálpa okkur að líða betur í eigin skinni.  Í seinni fyrirlestri dagsins fjallar Þóra Guðný Baldursdóttir sjúkraþjálfari vítt og breytt um hreyfingu og þjálfun og með hvaða hugarfari farið er af stað. 

6) Þarmarnir og hin mikilvæga þarmaflóra. Grunnur að góðri heilsu? Getum við hjálpað okkur sjálf með breyttu mataræði? 

Þriðjudagur 5.apríl kl. 19.30 – 21.30

Vísindin hafa sýnt fram á að fólk með vefjagigt hefur öðruvísi þarmaflóru en aðrir.  Skipta matarvenjur og það sem þú velur að setja á diskinn þinn máli?  Getur verið að þú þolir mat misvel og að sumt sem þú borðar sé hreinlega að valda þér einkennum?  Tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma hefur snaraukist í hinum vestræna heimi og fylgja þeir oft vefjagigtinni.  Getum við haft áhrif með breyttum lífsstíl og hvar er hjálp að fá?  Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari 

7) Núvitund – hvað er það?

Þriðjudagur 12.apríl kl. 19.30 – 21.30

Aðalheiður Sigfúsdóttir sálfræðingur útskýrir hvað er núvitund og hvernig við getum þjálfað þá færni og nýtt í daglegu lífi.

8) SJÁLFSVIRÐI – hvað mótar þitt SJÁLFSVIRÐI?

Þriðjudagur 19.apríl  kl. 19.30 – 21.30

Guðrún Pálmadóttir þroskaþjálfi og sálfræðingur B.Sc. hefur þróað efni um sjálfsvirði.   Fyrirlesturinn fjallar um hvernig sýn einstaklinga á sig sjálfa þróast en sú sýn hefur mótandi áhrif á hvernig við lifum lífinu og líðan dags daglega.  Skoðað er sjálfsvirði, meðvirkni og hvernig við getum byggt okkur upp.

Fræðsla er lykilatriði til að skilja og ná árangri í baráttunni við vefjagigt og langvinna verki.  Með hjálp viðeigandi fagaðila, opnum huga og sjálfsbjargarviðleitni getur þú náð að bæta líðan þína og heilsu til frambúðar.   Það er hægt.

Með góðri kveðju. Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari

Sjúkraþjálfun Akureyrar

Eydís

Tölvupóstur: eydis@sjukak.is
Sími: 8699228

Þóra

Tölvupóstur: thora@sjukak.is
Sími: 8614720

Kristín

Tölvupóstur: kristin@sjukak.is

Sími: 6900072

Olga

Tölvupóstur: olga@sjukak.is

Sími: 6631170

Þuríður

Tölvupóstur: stigurehf@internet.is

Peggy Funk

Tölvupóstur: pfunkrehab@hotmail.com