Um Sjúkak

Sjúkraþjálfun Akureyrar leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við deilum æfingaaðstöðu með Heilsuþjálfun, ásamt því að vera með einn sal sem er einungis ætlaður sjúkraþjálfunaræfingum. Sjúkraþjálfun Akureyrar var stofnuð í september 2015.

Við erum til húsa í Tryggvabraut 22 á annarri hæð til hægri.

Sími: 461 3800

Tölvupóstur: sjukak@sjukak.is

Aðrar hagnýtar upplýsingar

Mundu að langflest stéttarfélög greiða niður sjúkraþjálfun, ertu búinn að kynna þér þinn rétt.

Til að nýta niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands þarf að koma með beiðni frá lækni strax í fyrsta tíma.

Það eru næg bílastæði í kringum húsið. Ef allt er fullt fyrir framan og aftan húsið viljum við benda á bílastæðin hjá Ferrozink og slökkvistöðinni sem er norðan við Tryggvabrautina. Bílastæði fyrir fatlaða er Tryggvabrautarmeginn við húsið.

Það er lyfta í húsinu.

Búningsherbergi eru á þriðju hæð til hægri.

Fyrsti tíminn er skoðunar og viðtalstími sem tekur um 45- 60 mínútur. Mundu að góð skoðun gefur af sér betri og hnitmiðaðri meðferð. Aðrir tímar þar á eftir eru 30 mín.

Forföll ber að tilkynna fyrir kl 09.00 sama dag og meðferðin á sér stað. Ef meðferðin er kl 09.00 eða fyrr þarf að tilkynna kvöldið áður eða strax um morguninn með tölvupósti eða sms. Forfallagjald verður tekið vegna meðferða sem ekki eru afboðaðar í tíma.

Best er að senda tölvupóst á viðkomandi þjálfara eða á sjukak@sjukak.is.

Gott er að hafa með stuttbuxur eða álíka fatnað sem er auðvelt að vinna í kringum.

Eydís

Tölvupóstur: eydis@sjukak.is
Sími: 8699228

Þóra

Tölvupóstur: thora@sjukak.is
Sími: 8614720

Kristín

Tölvupóstur: kristin@sjukak.is

Sími: 6900072

Olga

Tölvupóstur: olga@sjukak.is

Sími: 6631170

Þuríður

Tölvupóstur: stigurehf@internet.is

Peggy Funk

Tölvupóstur: pfunkrehab@hotmail.com