Um Sjúkak

Sjúkraþjálfun Akureyrar var stofnuð í september 2015 og við leggjum áherslu á trausta og persónulega þjónustu.

Við erum til húsa í Sunnuhlíð 12, 0. hæð í sama húsi og Heilsugæslustöð Akureyrar er staðsett. Við bendum á aðal bílstæðin norðan megin við húsið þar sem er stæði fyrir fatlaða og gott aðgengi að lyftu til að fara niður í kjallarann.

Sími: 461 3800 – Opinn alla virka daga milli kl. 8.00-16.00
Tölvupóstur: sjukak@sjukak.is

Aðrar hagnýtar upplýsingar:

Þeir sem eru sjúkratryggðir á Íslandi eiga rétt á niðurgreiðslu frá SÍ en beiðni skal hafa með í fyrsta tíma. Hinsvegar er möguleiki á að mæta í allt að 6 skipti á svokölluðum bráðameðferðum utan beiðni.

Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands fer eftir stöðu hvers og eins innan heilbrigðiskerfisins.
Þú getur athugað rétt þinn inn á Réttindagátt Sjúkratrygginga

Fyrsti tíminn er skoðunar og viðtalstími sem tekur um 45- 60 mínútur. Mundu að góð skoðun gefur af sér betri og hnitmiðaðri meðferð. Aðrir tímar þar á eftir eru 30 mínútur.

Forföll ber að tilkynna með 24 tíma fyrirvara eða strax að morgni meðferðardags með tölvupósti á viðeigandi þjálfara eða með símhringingu milli kl. 8.00-16.00. Forfallagjald verður tekið vegna meðferða sem ekki eru afboðaðar í tíma.

Gott er að hafa með stuttbuxur eða álíka fatnað sem er auðvelt að vinna í kringum.

Eydís

Tölvupóstur: eydis@sjukak.is
Sími: 8699228

Þóra

Tölvupóstur: thora@sjukak.is
Sími: 8614720

Kristín

Tölvupóstur: kristin@sjukak.is Sími: 6900072

Olga

Tölvupóstur: olga@sjukak.isSími: 6631170

Þuríður

Tölvupóstur: stigurehf@internet.is