Tinna

Hver er ég?

Ég er Tinna Stefánsdóttir fædd og uppalin á Akureyri. Hóf störf sem sjúkraþjálfari árið 2006. Er í sambúð og á tvö börn Katrínu Emmu og Viktor Orra.

Mitt áhugasvið innan sjúkraþjálfunar er forvarnarstarf, greining og meðferð einstaklinga með verki frá baki, mjaðmagrind og hnjám. Einnig þjálfun íþróttafólks.

Hef undanfarin sex ár kennt einkaþjálfaranám hjá Keili (líffærafræði og þjálffræði) og undanfarin tvö ár verið yfirkennari námsins.

Kenni einnig ungbarnasund í Sundlaug Akureyrar og stoðkerfishóp og mömmuþrek í Heilsuþjálfun.

Menntun

2002-2006

Háskóli Íslands – BSc próf í sjúkraþjálfun.

2011

Styrktaþjálfaranám hjá Keili

Hef sótt fjölda ráðstefna og námskeiða. Hef sótt mörg námskeið er tengjast þjálfun bæði í endurhæfingaferli og styrktarþjálfun. Einnig sótt fjölda námskeiða er tengjast stoðkerfisvandamálum, sérstaklega tengt hrygg, mjaðmagrind og hnjám.

Er með nálastunguréttindi frá Landlækni.

Starfsferill

2006-2015

Efling sjúkraþjálfun

2006-2011

Þjálfun hjarta-og lungnasjúklinga í HL-stöðinni á Akureyri

2006-

Sjúkraþjálfari hjá kvennaliði ÞÓR/KA í knattspyrnu

2007-

Ungbarnasundskennari

2009-

Kennari hjá Keili, einkaþjálfaranámi og yfirkennari frá 2014

2013-

Hóptímakennari hjá Heilsuþjálfun, er mest með stoðkerfis- og mömmuhópa

2015- Sjúkraþjálfun Akureyrar ehf Akureyri Stofnandi og eigandi fyrirtækisins ásamt fleirum

Guðmundur (Mummi)

Tölvupóstur: mummi@sjukak.is
Sími: 6948286

Eydís

Tölvupóstur: eydis@sjukak.is
Sími: 8699228

Tinna

Tölvupóstur: tinna@sjukak.is
Sími: 6926788

Þóra

Tölvupóstur: thora@sjukak.is
Sími: 8614720

Halla Sif

Tölvupóstur: hallasif@sjukak.is
Sími: 8455930

Kristín

Tölvupóstur: kristin@sjukak.is

Sími: 6900072